Að velja hljóðfæri

Gítarar og bassar  

Fyrir börn 5-8 ára eru Yamaha klassísku gítararnir langvinsælustu hljóðfærin. Yamaha gæði á mjög sanngjörnu verði. Við erum einnig með litla rafbassa frá Fender og Ibanez fyrir unga tónlistarmenn, hentar þó betur 8-12 ára en síður minni börnum þar sem háls bassans er stundum of langur fyrir litla arma. Fyrir unglinga og fullorðna byrjendur eru Yamaha og Fender með frábæra gítara á góðu verði frá 3/4 uppí heila stærð. Bassapakkar frá Fender eru mjög góð leið til að byrja sem og stakir bassar frá Fender og Ibanez sem eru í þægilegri stærð fyrir börn og unglinga.

Kíkið á úrvalið !

 

Trommur og slagverk

Fyrir byrjendur í trommuleik erum við með æfingaplatta , trommusett og rafmagnstrommusett sem njóta vaxandi vinsælda. Kennslubækur bjóðum við líka sem og
alla aukahluti s.s. skinn, kjuða ofl. Trommudeildin okkar er sú stærsta á landinu og úrvalið mikið. Slagverkshljóðfæri bjóðum við t.d. hinar vinsælu REMO barnatrommur sem mikið eru notaðar á leikskólum sem og hvers konar hristur, gjöll, klukkuspil og xylofona.

 

Kíkið á úrvalið

 

Hljómborð og píanó 

Fyrir byrjendur í píanóleik er mikilvægt að velja rétt hljóðfæri. Langvinsælasta rafmagnspíanóið okkar er YAMAHA  P-115 sem er nett 88 nótna hljómborð með þyngdum nótum í fullri stærð. Þyngdar nótur eru forsenda þess að píanókennarar sætti sig við rafmagnspíanó eða hljómborð fyrir píanónemendur. Gott úrval er einnig af öðrum rafmagnspíanóum og hvers kyns hljómborðum, bæði með hljóðbanka og einnig USB hljómborð sem tengjast beint við tölvu og nota hljóðbanka í hugbúnaði.

Píanó og flyglar eru að sjálfsögðu sígild hljóðfæri jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Hljóðfærahúsið er umboðsaðili YAMAHA sem er stærsta merki heims í hljóðfærum. Píanóin frá YAMAHA fást með "silent" búnaði sem tengja má við heyrnartól og spila hljóðlaust á hljóðfærið sjálft.

 

Kíkið á úrvalið

 

Blásturshljóðfæri

Skólahljóðfærin frá Yamaha eru í algerum sérflokki hvað varðar gæði. Þverflautur, trompetar, saxófónar ofl. Yfirleitt fá börn og unglingar blásturshljóðfæri
í tónlistarskóla eða hljómsveit sem þau tilheyra. Tónlistarkennarar ráðleggja við val á hljóðfærum þegar að því kemur að barn þarf að kaupa sér sitt fyrsta hljóðfæri. 
Hér má finna nokkur vinsæl hljóðfæri sem mikið eru valin fyrir nemendur.

Skoða hér

 

Strengjahljóðfæri

Líkt og með blásturshljóðfærin eru tónlistarkennarar ráðgefandi þegar kemur að því að byrjandi eignast sitt fyrsta hljóðfæri. Við ráðleggjum vitaskuld einnig í slíku og mælum hversu stór hljóðfæri henta hverjum og einum. Fiðlur og selló fást í mörgum stærðum og þarf að velja rétta stærð svo að hljóðfærið passi viðkomandi vel.

 

Skoða hér