Það datt inn í umboðssölu einn skemmtilegur forngripur, Yamaha SK50D. Þessi græja sameinar í eitt tæki orgel og tvo hljóðgerfla, einn fjölradda og einn einradda - eða eins og flestir myndu orða þetta, bæði monofónískan og polyfónískan syntha. En það er ekki nóg. Það fylgir orginal lok, sem gerir græjuna að tösku og það fylgir líka standur, nótnastandur og fótbassi. SK50D kom á markað 1980, þessi er síðan um það leyti
Á lager