Vörunúmer ND003D

Kassagítarinn DVD kennsla

Vörunúmer ND003D
Verðmeð VSK
Verð
3.490 kr.
Uppselt

DVD byrjendakennsla í gítarleik.

Kennslumynd þessi kom út fyrst árið 1994 (þið munið, VHS:-), en síðan hafa þúsundir Íslendinga nýtt sér það til að læra undirstöðuatriði gítarleiks.  Þetta finnst flestum árangursrík og þægileg aðferð, þar sem nemandinn getur lært á sínum hraða, stoppað og farið fram og tilbaka, eða fryst myndina.

Á þessum DVD eru kennd algengustu gítargripin, frá einföldum hljómum að helstu þvergripum.  Tekið er fyrir hvernig gítarinn er stilltur, farið í nokkrar gerðir ásláttar, notkun klemmu og ágrip af hljómfræði með það að markmiði að auðvelda nemandanum að spila eftir eyranu.

Höfundur: Stefán Hjörleifsson

Hálfur tónn niður
Hálfur tónn upp