Karfan er tóm.
Nánari lýsing
Tilvalin jólagjöf fyrir tónlistarmanninn!
Vilberg Valdal Vilbergsson, Villi Valli (1930-2024), fæddist og ólst upp á Flateyri við Önundarfjörð en var nær allan sinn starfsaldur hárskeri á Ísafirði. Músíkin var honum í blóð borin og gekk sem rauður þráður í gegnum allt hans líf. Í bókinni eru 32 lög úr smiðju Villa og eru þau í ýmsum stíltegundum enda kynntist hann fjölbreytilegri músík í gegnum tíðina en ferill hans í músíkinni spannaði rúmlega átta áratugi.
Mörg laganna komu út á diskunum Villi Valli árið 2000 og Í tímans rás árið 2008 en nokkur þeirra hafa ekki birst opinberlega áður. Flest eru þau skrifuð sem laglínur með hljómum og eftir atvikum texta en fimm þeirra eru einnig í kórútsetningum. Meðal laganna í bókinni eru Eitt kvöld í París, Þegar fuglarnir eru sofnaðir, Vals fyrir Ásgeir, Kvöld, Norðurljósablús, Ljúfsár (Ég er feimið fjall), Tangó í Vikurbæ, Í Hollakoti, Sveitaball og Septembersamba. Bókina prýða myndir frá löngum ferli Villa Valla.