Karfan er tóm.
Íslenskar Nótnabækur

Nýtt
Píanólög í Öllum Regnbogans Litum 2
Í gegnum tíðina hef ég verið að semja eitt og eitt lag fyrir nemendur mína og sum þeirra hafa ratað í kennslubækurnar mínar Píanó-leikur 1. – 2. og 3. hefti. Í þessari bók hef ég valið þau lög sem nemendum mínum hafa fundist hvað skemmtilegast að spila og einnig eru nýrri lög sem hafa ekki komið út áður. Lögunum er raðað þannig upp, að léttustu lögin eru fremst og síðan verða þau erfiðari þegar líður á bókina. Lögin eru samin í mismunandi stíl, þ.e.a.s. blús, ragtime, boogie, vals og einnig í klassíkum stíl og eru þar af leiðandi mjög ólík. Þess vegna heita bækurnar „Píanólög í öllum regnbogans litum I og II“.
Samtals m/vsk
2.990 kr.

Nýtt
Píanólög í Öllum Regnbogans Litum 1
Í gegnum tíðina hef ég verið að semja eitt og eitt lag fyrir nemendur mína og sum þeirra hafa ratað í kennslubækurnar mínar Píanó-leikur 1. – 2. og 3. hefti. Í þessari bók hef ég valið þau lög sem nemendum mínum hafa fundist hvað skemmtilegast að spila og einnig eru nýrri lög sem hafa ekki komið út áður. Lögunum er raðað þannig upp, að léttustu lögin eru fremst og síðan verða þau erfiðari þegar líður á bókina. Lögin eru samin í mismunandi stíl, þ.e.a.s. blús, ragtime, boogie, vals og einnig í klassíkum stíl og eru þar af leiðandi mjög ólík. Þess vegna heita bækurnar „Píanólög í öllum regnbogans litum I og II“.
Samtals m/vsk
2.990 kr.

Nýtt
Rafgítarbókin
Rafgítarbókin er ætluð fyrir byrjendur á öllum aldri! Hún hentar einnig vel fyrir nemendur sem eru að skipta úr klassísku námi yfir í ritmískt nám eða sjálflærðum sem þurfa að skerpa á undirstöðuatriðum.
Bókin inniheldur 58 lög ásamt hljóðdæmum og undirspili sem er aðgengilegt öllum á streymisveitum.
Kennt er að lesa bæði TAB og hefðbundar nótur en bókin leggur einnig grunn fyrir hljómalestur.
Einnig inniheldur bókin alla tónstiga og hljóma sem ætlast er að nemendur kunni fyrir grunnstig í ritmísku gítarnámi.
Höfundur: Kristinn Smári Kristinsson
Samtals m/vsk
4.290 kr.




Grunnnám í Trommusettsleik
Kennslubók í trommuleik eftir Stefán Ingimar Þórhallsson
Samtals m/vsk
4.590 kr.

Örvar Kristjánsson Eftirlætislög Harmonikkuleikara
Út er komið nótnahefti með lögum Örvars Kristjánssonar harmónikkuleikara. Lögin hans hafa ekki fyrr en nú verið skrifuð á nótur. Heftið hefur að geyma 20 lög. Tólf þeirra eru eftir Örvar en til viðbótar eru átta lög eftir aðra lagahöfunda, sem urðu vinsæl í flutningi Örvars. Tíu laganna eru jafnframt sönglög og fylgja söngtextar með. Bókin ætti að höfða til harmónikkuleikara og unnenda harmónikkutónlistar.
Samtals m/vsk
3.990 kr.


Gítar-leikur Áfram Veginn
Gítar-leikur Áfram veginn er fjórða bókin í seríunni Gítar-leikur.
Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Tvíröddun og er markmið bókarinnar að halda áfram í uppbyggingu og þróun klassísku gítartækninnar og eru verkefni og æfingar settar upp með það markmið í huga. Lagavalið inniheldur tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar í bland við æfingar og verk höfundar
Samtals m/vsk
3.990 kr.

Ásgeir Ásg.-Popp-Jazz og Heimstónlist
Ný nótnabók með 25 frumsömdum lögum og 25 sólóum á hin ýmsu strengjahljóðfæri frá 30 ára ferli Ásgeirs Ásgeirssonar tónlistarmanns.
Samtals m/vsk
4.990 kr.

Gítar-leikur Grip og Hljómaásláttur
Gítar-leikur Grip og Hljómaásláttur.Kennslubók.
Samtals m/vsk
3.990 kr.

Tuttugu Töffarar Nemendahefti
Í heftinu eru fyrstu 10 tónar blokkflautunnar kynntir til sögunnar. Lögin 55 eru flest ný af nálinni í fjölbreytilegum stíltegundum eins og Blús, Bossa Nova, Cha-cha-cha, Popp, Rokk og Techno. Söngtextar eru við nær öll lögin. Stutt verkefni og skemmtilegar teikningar lífga upp á efnið.
Inn á milli eru stutt verkefni þar sem nemendur fá tækifæri til að þjálfa ýmis atriði sem efla þau í tónlistarnáminu. Verkefnin eru ekki síður ætluð til að gera námið fjölbreytt og skemmtilegt.
Samtals m/vsk
3.590 kr.

Píanó Popp - fyrir byrjendur 1.hefti
Í bókinni Píanó popp I eru 23 lög, 17 þeirra eru eftir íslenska höfunda en 6 lög eftir erlenda höfunda. Útsetningarnar eru aðgengilegar og fjölbreytilegar en þær eru miðaðar við að píanónemendur í 3. og 4. stigi ráði vel við að spila þær.
Í bókinni eru eftirfarandi lög: Ég á líf, Dýrið gengur laust, Sönn ást, I Have a Dream, Við gengum tvö, My Heart Will Go On, Frostrósir, Hudson Bay, Í síðasta skipti, La Bamba, Landið fýkur burt, Þorparinn, Endurfundir, House of the Rising Sun, Líttu sérhvert sólarlag, Comptine d´un autre été, Lítill drengur, Vikivaki, Hjá þér, Stingum af, Er hann birtist, Riddari götunnar og Heyr mína bæn.
Samtals m/vsk
3.090 kr.

Píanó Popp - fyrir byrjendur 2.hefti
Meðal laga í bókinni Píanó popp fyrir byrjendur 2. hefti eru: Draumaprinsinn, Ég er kominn heim, Ég lifi í voninni, Ég er frjáls, Góða ferð, Hjálpaðu mér upp, Í sól og sumaryl, Rangur maður, Síðan hittumst við aftur, Snert hörpu mína, Svarthvíta hetjan mín og Þannig týnist tíminn. Alls eru 28 lög í bókinni.
Öll lögin eru útsett fyrir tvær hendur (sóló).
Samtals m/vsk
3.090 kr.




Sneriltromman miðpróf JB
Kennslubók í æfingum fyrir sneriltrommu, framhald af "Sneriltromman - tækniæfingar fyrir grunnpróf" sem kom út fyrir nokkrum árum.
Samtals m/vsk
5.490 kr.
